Heimili heimskunnar…

Drepum bílasalann!

Posted in Uppskriftir by liljakatrin on júlí 2, 2010

Halló heimur!

Hin undurfagra og heimsfræga Tobba Marínósdóttir gaf mér uppskrift að kjúklingapasta í gær sem ég eldaði um leið auðvitað. Pastað ber þann geðþekka titil: Drepum bílasalann. Mér finnst að það ætti frekar að heita Drepum bílasalnn og stelum pastanu hans því það er svo sóðalega gott!

Tobba klikkar ekki frekar en fyrri daginn og er ég himinlifandi með þetta pasta. Það er í sama gæðaflokki og kex-kjúklingurinn. Ekki það gott að ég myndi frekar borða það en að stunda kynlíf en tvímælalaust svo gott að ég borða það nánast án þess að anda á milli bita. Svo er pastað líka einfalt eins og hinn víðfrægi kex-kjúklingur. Hér kemur uppskrift sem ég tók með bessaleyfi frá Tobbu:

Það sem þarf:
Spagetti pasta eða skrúfur
Kjúlklingur
Grænt pestó eða klettasalatspestó
Avakadó
Fetaostur
Parmesan ostur
Salt og pipar

Aðferð:
Ok, pastað er soðið í potti. Kjúklingurinn steiktur á pönnu með olíu, hvítlauk, salt og pipar. Avakadó skorið í bita. Vatninu hellt af pastanu og sett í skál, grænt pestó hrært saman við. Látið kólna aðeins. Svo er kjúklingnum bætt við, ásamt avakadó, fetaosti, parmesan, salt og pipar.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: