Heimili heimskunnar…

Sjúkleg hausttíska í H&M

Posted in Tíska by liljakatrin on júlí 1, 2010

Halló heimur!

H&M er búið að láta smá sýnishorn af hausttískunni sinni á vefsíðuna www.hm.com. Af hverju eru þeir ekki á Íslandi?! Mér finnst það sjúklega ósanngjarnt. En ég get nú samt huggað mig við það að ég er að fara til Stokkhólms í september að halda upp á afmælið mitt. Þá skal arkað í H&M, pabbinn skal hugsa um barnið og ég skal eyða mörgum klukkutímum í versluninni og koma út með svona um það bil hundrað poka.

Hausttískan í H&M er kölluð Parisian Chic og er hún alveg eftir mínum smekk. Fullt af slaufum, fullt af rómantík, fullt af litum og fullt, fullt af dúlleríi!

Einhver tips hvernig ég get látið tímann þangað til í september líða hraðar? Á maður ekki bara að gera eins og dýrin og sofa í tvo mánuði?

Þangað til dáist ég að þessum yndislegu fötum á vefsíðunni…

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: