Heimili heimskunnar…

Kjúklingur kexaður í drasl!

Posted in Uppskriftir by liljakatrin on júlí 1, 2010

Halló heimur!

Ég gerði kex-kjúkling í gær. Ég veit að þetta hljómar undarlega en bragðið er ekki undarlegt heldur undursamlegt! Hér kemur uppskrift:

Það sem þarf:

2 msk. smjör

sjávarsalt og pipar

1 egg

nokkkur steinseljulauf

7-8 Ritz-kexkökur

1 hvítlauksgeiri

safi úr 1 sítrónu

2 kjúklingabringur

2 góðar msk. hveiti

Aðferð:

Setjið smjör, steinselju, hvítlauk, sítrónusafa, kex, salt og pipar í matvinnsluvél og blandið vel saman. Setjið kjúkling í sellófan og berjið hann duglega með pönnu svo hann fletjist út. Veltið bringunum upp úr hveiti, því næst eggi og loks kex blöndunni. Þrýstið blöndunni á kjúklinginn svo hún festist á hann allan. Myljið auka 3 kexkökur yfir kjúllann þegar hann er kominn í eldfast mót. Hægt er að steikja kjúklinginn upp úr ólífuolíu á pönnu, 4-5 mínútur hverja hlið, eða baka í fimmtán mínútur við 220°C hita. Gott að bera fram með fersku salat.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: