Heimili heimskunnar…

Kreisí karíókí

Posted in Netið by liljakatrin on júní 30, 2010

Halló heimur!

Ég elska karíókí út af lífinu. Mér finnst ég alltaf vera brjálæðislega góð söngkona þegar ég syng karíókí. Í þrjár mínútur getur maður flippað út og allir dást að manni. Reyndar eru aðdáendurnir yfirleitt sauðdrukknir og heyra ekki muninn á Bohemian Rhapsody og I Will Always love you.

Ég fór einu sinni á kostum í karíókí á hinum geðþekka bar Sherlock Holmes í Árósum í Danmörku. Sherlock Holmes er frábær bar. Hann er ALLTAF opinn. Og þá meina ég alltaf. Þegar sólin rís koma barþjónarnir kannski og sópa upp glerbrotin rétt í kringum mann og halda svo bara áfram að vinna. Af þessum sökum eru allir inni á Sherlock Holmes á perunni. Svona á perunni eins og David Hasselhoff þegar hann var að borða hamborgarann í vídjóinu fræga…

En ég allavega söng Love Shack á þessum víðfræga bar. Syngja er kannski ofmat. Ég öskraði Love Shack. Öskraði úr mér líftóruna og var hás í marga daga á eftir. En var samt dýrkuð og dáð á Sherlock Holmes. Einn maður, dökkur á hörund, gerðist svo kræfur að reyna að skjalla mig í þeim tilgangi að fá eins og einn skemmtistaðasleik og sagði að ég syngi eins og draumur. Ég fór ekki í sleik við hann enda hæsið mitt besta sönnunargagn um að þarna hafi verið um martröð að ræða.

En maður þarf ekki að ferðast langar leiðir um Reykjavík til að finna Karíókí-vél sem er setið um. Á netinu er allt að finna og meðal annars karíókí-vél. Reddið ykkur bara skjávarp og skellið í eitt partí. Vefslóðin er hér:

http://www.theonlinekaraokemachine.i12.com/

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: