Heimili heimskunnar…

Ég trúi þessu ekki!

Posted in mamma by liljakatrin on júní 30, 2010

Halló heimur!

Ég var í hinni æsispennandi mömmuleikfimi áðan og heyrði svolítið sem dró úr mér allan kraft er ég rembdist við að hafa gaman að þúsund magaæfingum, spretthlaupum og milljón armbeygjum.

Ein mamman sagði sögu af vinkonu sinni sem er búin að eignast börn og víst frekar grönn. Sú er með sílíkon í brjóstunum en þurfti að leita til lýtalæknis vegna þess að önnur fyllingin sprakk. Það fannst mér alveg nógu ógeðslegt en sagan hélt áfram. Tjéð kona var líka með kviðslit og átti að slá tvær flugur í einu höggi og laga bæði kvið og bobbinga. Hvað er þessi kona að gera eiginlega? Annað hvort springur eiitthvað inni í henni eða slitnar!

Allavega, þá kemur að því sem ég trúi ekki. Lýtalæknirinn sagði við hana að hún gæti bara skellt einni svuntuaðgerð í pottinn því það væri alveg sama hve margar magaæfingar hún gerði – svuntan sæti sem fastast!

Af hverju í ósköpunum er maður þá að pína sig í magaæfingar ég bara spyr?!

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: