Heimili heimskunnar…

Rótarí

Posted in mamma by liljakatrin on júní 28, 2010

Halló heimur!

Talandi um heim þá er heimur heimavinnandi húsmóður eiginlega of spennnandi. Eitt kvöldið fór ég æsispennt að sofa því ég velti fyrir mér hvort þvottavélin yrði laus daginn eftir. Mér finnst nefnilega ekkert svo svakalega leiðinlegt að þvo og þvotturinn þrefaldast þegar lille bebe kemur í heiminn.

Heill dagur fór í það að bíða eftir að dóttir mín kúkaði. Í hvert skipti sem ég heyrði prump stökk ég upp úr sófanum, þreif hana upp og þefaði í gríð og erg af rassgatinu hennar. En viti menn – heill dagur leið og enginn kúkur. Þið getið ímyndað ykkur spennufallið næsta dag þegar hún hafði hægðir árla morguns. Það voru blendnar tilfinningar þegar ég sá kúkinn í bleyjunni – yfir hverju ætti ég núna að vera spennt yfir?

Oftar en ekki er þessi spenna í lífi mínu bundin við ferð í Bónus eða Krónuna. Hvað ætli sé á tilboði? Er Corny til? Er hnetumixið sem ég elska komið aftur? Ætli þeir séu með gott Avocado í Guacamole? Hvað á ég að hafa í matinn? Hvaða barnamat ætti ég að prófa í dag? Kemst ég með þetta allt heim? Á ég pening inni á kortinu mínu?

Ein svona ferð deyfir spennuna í marga, marga daga.

Í dag hef ég ekki verið spennt yfir neinu. Vissi að Holland myndi komast áfram. Vissi að dóttir mín myndi rotast í marga klukkutíma eftir hádegismatinn og ég vissi að ég myndi örugglega eyða bróðurpartinum af deginum upp í sófa í tölvunni. En viti menn – ég ákvað að vera ógeðslega flippuð. Ég ákvað að byrja að blogga – aftur. Svona fer spennufíknin með mann.

Njótið vel og lengi

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: